miðvikudagur, 31. janúar 2007

Takk fyrir siðast!

Jæja, þá er fyrsti saumó ársins 2007 að baki og ég verð bara að skrifa hérna inn til þess að þakka sérstaklega fyrir mig Unnur mín! Alltaf gaman að hitta ykkur og ég er strax farin að hlakka til að kíkja Ragnheiðar næst. Mætingin var bara ágæt og þið sem ekki gátuð mætt, ykkar var sárt saknað.

Nú eru nokkrir búnir að taka boðinu og eru orðnir meðlimir að þessu frábæra bloggi. Enn eru nokkrir sem ekki eru búnir að skrá sig inn og þeir fá sent annað boðskort bara um leið og ég er búin að skrifa þessa færslu. Það fá allir meðlimir admin aðgang þannig að allir geta breytt útlitinu, bætt við linkum eða bara gert hvað sem þeir vilja við þetta blogg. Þar sem ég hef sérstaklega mikinn tíma á höndum mér sem ég veit ekkert hvað ég á að gera við þá datt mér í hug að setja jafnvel inn nokkrar gamlar myndir.

Bið að heilsa ykkur í bili
Heiða Björk

Engin ummæli: