Hahhahahah!! það sem ég er búin að skemmta mér yfir því að skoða þessar myndir!
Setti upp reikning fyrir okkur á flickr.com. Til að skoða allar myndirnar sem ég setti inn þá getið þið bara klikka á einhverja mynd hérna til hægri og þá flytjist þið yfir á flickr síðuna. Ef þið eigið einhverjar fleiri myndir sem ykkur langar að deila með okkur hinum þá skal ég senda ykkur lykilorðið.
Mér er nú farið að langa í aðra bústaðarferð.. það var svakalega mikið stuð hjá okkur seinast. Allavega eftir myndunum að dæma :o)
miðvikudagur, 31. janúar 2007
Takk fyrir siðast!
Jæja, þá er fyrsti saumó ársins 2007 að baki og ég verð bara að skrifa hérna inn til þess að þakka sérstaklega fyrir mig Unnur mín! Alltaf gaman að hitta ykkur og ég er strax farin að hlakka til að kíkja Ragnheiðar næst. Mætingin var bara ágæt og þið sem ekki gátuð mætt, ykkar var sárt saknað.
Nú eru nokkrir búnir að taka boðinu og eru orðnir meðlimir að þessu frábæra bloggi. Enn eru nokkrir sem ekki eru búnir að skrá sig inn og þeir fá sent annað boðskort bara um leið og ég er búin að skrifa þessa færslu. Það fá allir meðlimir admin aðgang þannig að allir geta breytt útlitinu, bætt við linkum eða bara gert hvað sem þeir vilja við þetta blogg. Þar sem ég hef sérstaklega mikinn tíma á höndum mér sem ég veit ekkert hvað ég á að gera við þá datt mér í hug að setja jafnvel inn nokkrar gamlar myndir.
Bið að heilsa ykkur í bili
Heiða Björk
Nú eru nokkrir búnir að taka boðinu og eru orðnir meðlimir að þessu frábæra bloggi. Enn eru nokkrir sem ekki eru búnir að skrá sig inn og þeir fá sent annað boðskort bara um leið og ég er búin að skrifa þessa færslu. Það fá allir meðlimir admin aðgang þannig að allir geta breytt útlitinu, bætt við linkum eða bara gert hvað sem þeir vilja við þetta blogg. Þar sem ég hef sérstaklega mikinn tíma á höndum mér sem ég veit ekkert hvað ég á að gera við þá datt mér í hug að setja jafnvel inn nokkrar gamlar myndir.
Bið að heilsa ykkur í bili
Heiða Björk
fimmtudagur, 25. janúar 2007
Fyrsti saumó ársins!!
Líst ótrúlega vel á þetta framtak Heiða og skal gera mitt besta - bara alveg eins og "strákarnir okkar" - og blogga um allt og ekkert. Nú þetta er kjörið tækifæri að lýsa yfir miklum áhuga á saumó, smíðó eða hvaða nafni sem þið kjósið að nefna hittinginn sunnudaginn næsta í Árbæjar Hills. Mikill áhugi hefur nú þegar komið fram uhu !! Allavega ætlum ég, Heiða og Ragnheiður að sötra kaffi og slúðra um þau ykkar sem mætið ekki - eða hvað ?? Jæja bannað að skrópa í vinnunni - bíð spennt við send / recieve takkann eftir skemmtilegum e-mailum sem segja júhú ég ætla sko að mæta !! |
miðvikudagur, 24. janúar 2007
Bekkjarblogg
Jæja!!!
Ég er soldið bloggsjúk manneskja og ég hef langi langað til að gera handa okkur svona bekkjarblogg. Þannig getum við sagt af okkur fréttir, planað partýin og saumaklúbbana, sagt brandara og bara allt!
Ég er búin að senda ykkur boð um að gerast aðilar að blogginu þannig að nú er bara um að gera að byrja að blogga!!
Hlakka til að lesa það sem þið hafið að segja
kv. Heiða Björk
Ég er soldið bloggsjúk manneskja og ég hef langi langað til að gera handa okkur svona bekkjarblogg. Þannig getum við sagt af okkur fréttir, planað partýin og saumaklúbbana, sagt brandara og bara allt!
Ég er búin að senda ykkur boð um að gerast aðilar að blogginu þannig að nú er bara um að gera að byrja að blogga!!
Hlakka til að lesa það sem þið hafið að segja
kv. Heiða Björk
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)