föstudagur, 23. febrúar 2007

Hvað finnst ykkur ?

Nú hafa Bændasamtök Íslands tekið af skarið og ákveðið að ekki megi áhugamenn um klámmenningu hittast á Hótel Sögu til að ræða málin og skemmta sér saman !! Persónulega finnst mér of hart tekið á málinu vegna þess að rökin eru hressilega bjánaleg. Ég er ekki fylgjandi öllu klámi og mörgu því miður góða sem því fylgir en svo er einnig um svo margt sem gengur á í þessu samfélagi sem við lifum í. En ekki fundust neinir glæpamenn í þessum hópi sem ætlaði að skella sér í tjúttferð til Fróns - allavega hefur það ekki komið fram í fjölmiðlum heldur er fólkinu úthýst einfaldlega vegna áhuga síns á klámi. Þau ætluðu eflaust ekki að hlaupa nakin um Kringluna eða hafa samfarir á Arnarhóli!!

Ég bara skil þetta ekki !!

2 ummæli:

Heiða Björk sagði...

úff.. þetta er alveg ótrúlega fáránlegt.. bændasamtökin orððin einhver klámlögga?!?!? Þokkalegt frelsi sem við búum við, eða þannig..

Nafnlaus sagði...

Ég hef heyrt að þeir sem sjá um reksturinn á Sögunni hafi ekki treyst sér að hafa gesti í ýmsum skrítnum, efnislitlum búningum (það stóð til) á næsta borði við virðulega ráðstefnugesti. Það átti að vera einhver ráðstefna þarna á sama tíma, man ekki hver samt. Mér finnst þetta alveg vera góður punktur, þ.e.a.s. ef þetta er ástæðan fyrir því að þeir hættu við showið. Mér finnst hinsvegar verra þegar stjórnmálamenn ýta á að hleypa þessu fólki ekki inn í landið.
Kv. Bríet.