laugardagur, 3. febrúar 2007

Komin í samband

Jæja, nú er ég loksins búnað tengja mig þessu bloggi (góð hugmynd Heiða) og get leyft ykkur að fylgjast með því hvað líf mitt er ótrúlega spennandi þessa dagana. Annars er ég að vinna í því að fara að komast út úr húsi og hitta annað fólk en manninn minn og börnin mín. Ég er sem sagt formlega farin að leita mér að vinnu. Ef þið fréttið af starfi sem hentar landfræðingi með næstum því meistarapróf í hagnýtri hagfræði með áherslu á Evrópufræði, þá getið þið látið mig vita. Bæ ðe vei - af hverju er engin mynd af mér hérna - ég er ógisla fúl :(

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hmm ég er ekki betur gefin en það að ég get ekki bloggað aftur - hef reynt allar mögulegar og ómögulegar leiðir til þess en ekkert gengur. HJÁLP ÓSKAST.
LÚÐINN OG TÖLVUSÉNÍIÐ !!

Heiða Björk sagði...

æjæj.. þú ert nú meiri lúðinn :o)