.... já takk fyrir aðstoðina Heiða mín, ég er greinilega ekki að gera mig í þessu bloggi enda ætlaði ég aldrei að komast inn !! en allt tókst þetta!!
Ég vildi opna aftur umræðuna um matarboð þar sem það var jú fannst mér soldið mér að kenna að það mistókst að halda það í október þar sem ég stakk af til Tallinn með engum fyrirvara. Ferðin var reyndar ógó skemmtileg og mæli ég með ferðalagi þangað fyrir þau ykkar sem eruð að spá í helgarferð eða rúnti um Eistland !! En eigum við ekki að reyna þetta aftur ??
Örlögin eru nefnilega undanfarið búin að vera að benda mér á að það sé kominn tími á hitting. Fyrst hitt ég Tryggva Má í Víðidalnum Á HESTBAKI og fannst mér hann vera kominn langt að enda búsettur á Akureyri - það var örlagatilviljun númer eitt !! Örlagatilviljun númer tvö var þegar ég í rólegheitum var á leiðinni út úr vinnunni þegar að mér hleypur maður sem var að skokka í Laugardalnum og smellir á mig kossi. Nú áður en ég lamdi hann með handtöskunni eins og konur gera verði þær fyrir slíkri kynferðislegri áreitni þá sá ég að þetta var Sæþór og hann ótrúlega heppinn að sveiflan frá handtöskunni var ekki komin lengra :=)
Þess vegna og líka vegna þess að mér þykir alltaf svo gaman að tjútta með ykkur finnst mér að við ættum að fara að halda matarveislu með öllu tilheyrandi !! Nú eða bara sumó :O Annað var það ekki í bili og nú veit ég hvernig ég kemst inn og verð óstöðvandi !! Kossar og knús Unnur |
1 ummæli:
Mig langar rosalega að hafa svona matarboð eins og við vorum búin að plana enda varð ég ansi skúffuð þegar hætt var við og er ekki enn búin að ná mér !!
svo væri líka sniðugt að byrja að plana kanski eins og eina haustferð í sumarbústað? hvað segið þið um það?
Skrifa ummæli