laugardagur, 22. mars 2008

Sumarið nálgast!

Jæja krakkar mínir
Nú nálgast sumarið og ég verð að segja fyrir mitt leiti þá er ég ansi spennt fyrir því að við myndum hittast og gera eitthvað sniðugt áður en allir fara í sumarfrí. Það þarf ekki að vera neitt svakalegt. Bara að hittast og spjalla.. Eruð þið til?

Þar sem þið eruð með eindæmum léleg að kíkja á þetta blogg og eflaust öll búin að gleyma að það sé yfir höfuð til þá ætla ég nú samt að gera eina loka tilraun til að vekja það til lífsins.. ég er ótrúlega bjartsýn, ég veit :o)

þriðjudagur, 2. október 2007

Kíkir einhver við hérna?

Þar sem ég er svo mikið fyrir bloggið þá hef ég ekki gefist upp á þessari hugmynd um svona bekkjarblogg.. kíki hingað inn endrum og eins og vona að einhver hafi sett inn færslu og er orðin vön vonbrigðunum..

Kíkir einhver hingað inn?

miðvikudagur, 28. febrúar 2007

Dinnerparty

Hvernig er það eiginlega, les þetta enginn nema ég og Unnur??

Mig langar að þrýsta aðeins á að við skellum okkur á þetta dinnerparty sem við vorum búin að skipuleggja fyrir áramót. Bara ákveða dagsetningu, ákveða stað, mæta með mat og drykk og skemmta okkur. Hljómar ótrúlega einfalt, ekki satt? Eigum við að stefna á fljótlega eftir páska?

föstudagur, 23. febrúar 2007

Hvað finnst ykkur ?

Nú hafa Bændasamtök Íslands tekið af skarið og ákveðið að ekki megi áhugamenn um klámmenningu hittast á Hótel Sögu til að ræða málin og skemmta sér saman !! Persónulega finnst mér of hart tekið á málinu vegna þess að rökin eru hressilega bjánaleg. Ég er ekki fylgjandi öllu klámi og mörgu því miður góða sem því fylgir en svo er einnig um svo margt sem gengur á í þessu samfélagi sem við lifum í. En ekki fundust neinir glæpamenn í þessum hópi sem ætlaði að skella sér í tjúttferð til Fróns - allavega hefur það ekki komið fram í fjölmiðlum heldur er fólkinu úthýst einfaldlega vegna áhuga síns á klámi. Þau ætluðu eflaust ekki að hlaupa nakin um Kringluna eða hafa samfarir á Arnarhóli!!

Ég bara skil þetta ekki !!

mánudagur, 19. febrúar 2007

Þetta hafðist bara ...

.... já takk fyrir aðstoðina Heiða mín, ég er greinilega ekki að gera mig í þessu bloggi enda ætlaði ég aldrei að komast inn !! en allt tókst þetta!!

Ég vildi opna aftur umræðuna um matarboð þar sem það var jú fannst mér soldið mér að kenna að það mistókst að halda það í október þar sem ég stakk af til Tallinn með engum fyrirvara. Ferðin var reyndar ógó skemmtileg og mæli ég með ferðalagi þangað fyrir þau ykkar sem eruð að spá í helgarferð eða rúnti um Eistland !! En eigum við ekki að reyna þetta aftur ??

Örlögin eru nefnilega undanfarið búin að vera að benda mér á að það sé kominn tími á hitting. Fyrst hitt ég Tryggva Má í Víðidalnum Á HESTBAKI og fannst mér hann vera kominn langt að enda búsettur á Akureyri - það var örlagatilviljun númer eitt !! Örlagatilviljun númer tvö var þegar ég í rólegheitum var á leiðinni út úr vinnunni þegar að mér hleypur maður sem var að skokka í Laugardalnum og smellir á mig kossi. Nú áður en ég lamdi hann með handtöskunni eins og konur gera verði þær fyrir slíkri kynferðislegri áreitni þá sá ég að þetta var Sæþór og hann ótrúlega heppinn að sveiflan frá handtöskunni var ekki komin lengra :=)

Þess vegna og líka vegna þess að mér þykir alltaf svo gaman að tjútta með ykkur finnst mér að við ættum að fara að halda matarveislu með öllu tilheyrandi !! Nú eða bara sumó :O

Annað var það ekki í bili og nú veit ég hvernig ég kemst inn og verð óstöðvandi !!

Kossar og knús
Unnur

föstudagur, 9. febrúar 2007

Skvísur í brúðkaupi

Hæ gott fólk!
Ég bara stóðst ekki mátið og bætti við einni mynd á flickrið. Þetta er algjör skvísumynd af okkur stelpunum frá því í brúðkaupi Bríetar og Steins. Við erum ótrúlegar skvísur!! Sérstaklega náttúrulega hún Bríet sem var ótrúlega fín og falleg þennan dag og bar algjörlega af okkur hinum eins og allar brúðir gera á brúðkaupsdaginn sinn :o)

Enn eiga einhverjir eftir að þiggja blogg-boðið og byrja að blogga með okkur en það er nú bara þannig.. þetta kemur vonandi. Ef einhver er í veseni hittið mig þá bara á msn og ég skal hjálpa ef ég get.

laugardagur, 3. febrúar 2007

Komin í samband

Jæja, nú er ég loksins búnað tengja mig þessu bloggi (góð hugmynd Heiða) og get leyft ykkur að fylgjast með því hvað líf mitt er ótrúlega spennandi þessa dagana. Annars er ég að vinna í því að fara að komast út úr húsi og hitta annað fólk en manninn minn og börnin mín. Ég er sem sagt formlega farin að leita mér að vinnu. Ef þið fréttið af starfi sem hentar landfræðingi með næstum því meistarapróf í hagnýtri hagfræði með áherslu á Evrópufræði, þá getið þið látið mig vita. Bæ ðe vei - af hverju er engin mynd af mér hérna - ég er ógisla fúl :(